Potter strax kominn með starf?

Graham Potter gæti tekið við West Ham.
Graham Potter gæti tekið við West Ham. AFP/Justin Tallis

Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, verður ekki lengi atvinnulaus ef marka má fregnir frá Englandi í dag.

The Telegraph segir að West Ham muni ræða við Potter um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins en David Moyes er afar valtur í sessi þar eftir slæmt gengi liðsins í úrvalsdeildinni í vetur.

West Ham steinlá, 1:5, fyrir Newcastle í fyrrakvöld og hangir aðeins á markatölu fyrir ofan fallsæti deildarinnar.

Pottter mun hafa hafnað boði um að taka við liði Leicester, samkvæmt enskum fjölmiðlum, en þar er leitað að arftaka Brendans Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert