Jóhann Berg Guðmundsson og félagar fögnuðu vel í kvöld eftir að hafa sigrað Middlesbrough á útivelli og tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á nýjan leik.
Jóhann setti meðfylgjandi mynd á Twitter fyrir stundu þar sem hann er fremstur í flokki í fagnaðarlátum liðsins í leikslok.
We’re back baby @premierleague pic.twitter.com/WlWojfIvVi
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) April 7, 2023