Gjöf frá Shelvey (myndskeið)

Jonjo Shelvey gaf Aston Villa mark á silfurfati er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og Villa vann 2:0-sigur.

Bertrand Traoré skoraði fyrra mark Villa á 48. mínútu, eftir afar slæm mistök hjá Shelvey, sem hreinlega gaf boltann á Traoré. Ollie Watkins gerði seinna markið í uppbótartíma.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert