Lagði boltann í eigið mark (myndskeið)

Harrison Reed varð fyrir því óláni að skora sigurmark West Ham er liðið mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Reed er leikmaður Fulham, en hann setti boltann í eigið mark eftir rúmlega 20 mínútna leik og reyndist það eina mark leiksins.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert