Mörkin: Kane og Son afgreiddu Brighton

Harry Kane og Son Heung-min skoruðu mörk Tottenham í mikilvægum heimasigri á Brighton, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Son kom Tottenham yfir á 10. mínútu af flottari gerðinni með sínu 100. marki í deildinni en Lewis Dunk jafnaði metin fyrir Brighton á 34. mínútu. Það var svo Harry Kane sem tryggði Tottenham sigur á 79. mínútu. 

Bæði Christian Stellini, þjálfari Tottenham, og Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, voru reknir af velli eftir rúman klukkutímaleik en þeir áttu orðaskipti fyrir leik. 

Mörkin, rauðu spjöldin og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert