Newcastle vann gífurlega sterkan útisigur á Brentford, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Lundúnum í dag.
Ivan Toney kom Brentford yfir úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins en Newcastle jafnaði metin í byrjun síðari þökk sé sjálfsmarki David Raya, markverði Brentford.
Það var svo Svíinn Alexander Isak sem tryggði sigurinn á 61. mínútu með laglegu skoti utan teigs.
Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.