Erling Haaland skoraði tvö mörk og þeir Jack Grealish og Julian Álvarez sitt markið hvort í 4:1-útisigri Manchester City á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sékou Mara klóraði í bakkann fyrir Southampton, en það var of lítið og of seint fyrir heimamenn.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.