Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham og Brighton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Tottenham vann leikinn 2:1 en á 59. mínútu voru bæði Christian Stellini, þjálfari Tottenham, og Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, reknir af velli en þeir áttu í einhverjum orðaskiptum fyrir leik og var því heitt í kolunum allan tímann.
Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.