Erling Haaland skoraði stórglæsilegt mark í 4:1-sigri Manchester City á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Norðmaðurinn gerði þriðja mark leiksins með ótrúlegu skoti, eftir sendingu frá Jack Grealish.
Sjón er söguríkari, en markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum, í samvinnu við Símann sport.