Enski landsliðsmaðurinn James Maddison gerði sig sekann um hræðileg mistök þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Bournemouth í miklum fallslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Maddison lagði upp sigurmarkið, en því miður á Philip Billing í liði Bournemouth, þegar hann sendi á Danann, sem skoraði af öryggi.
Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.