Sannfærandi sigur meistaranna

Erling Haaland stangar boltann í netið.
Erling Haaland stangar boltann í netið. AFP/Adrian Dennis

Manchester City vann afar sannfærandi 4:1-útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Fyrir þennan leik hafði Southampton ekki unnið í síðustu fjórum leikjum í deildinni en City var í mun betri málum, hafði unnið síðustu 4 leiki.

Leikurinn var fjörugur og greinilegt að heimamenn ætluðu ekki að leyfa öflugu City-liðinu að valta yfir sig. Bæði lið skiptust á að sækja en Manchester City var mikið meira með boltann.

Southampton var sterkt varnarlega og komst af og til í skyndisóknir. Þar var Ganverjinn ungi Kamaldeen Sulemana mjög sprækur og átti fín færi.

En svo loksins náðu City-menn að komast yfir með skallamarki Erling Braut Haaland í blálok fyrri hálfleik eftir glæsilega sendingu Kevin De Bruyne, 1:0.

Í síðari hálfleik opnuðu flóðgáttirnar. Jack Grealish komst inní teig Southampton á 58. mínútu og átti skot sem Gavin Bazunu varði en hann Grealish náði frákastinu og skoraði. Staðan orðin 2:0.

Tíu mínútum síðar kom Erling Haaland svo City í 3:0 með klippu, hans 30 mark í deildinni! Frábær stðsending frá Jack Grealish.

Southampton-menn svöruðu svo fyrir sig með marki á 72. mínútu með marki frá Sekou Mara eftir undirbúning frá Moussa Djenepo. Báðir nýkomnir inná sem varamenn.

Strax í næstu sókn fékk City víti og úr vítinu skoraði Argentínumaðurinn Julian Alvarez. Staðan orðin 4:1, ansi vænlegt fyrir gestina.

Í kjölfarið lognaðist leikurinn hægt og rólega út og gestirnir með öll völd á leiknum.

Eftir leikinn er Southampton áfram neðst með 23 stig. Manchester City er í öðru sæti með 67 stig, 5 stigum frá Arsenal sem á leik á morgun.

Southampton 1:4 Man. City opna loka
90. mín. Uppbótatími 4 mínútur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert