Vandræði Chelsea halda áfram þrátt fyrir ráðningu Frank Lampards sem þjálfara liðsins en Lundúnafélagið tapaði fyrir Wolves, 0:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Wolverhampton í dag.
Sigurmark Wolves skoraði Matheus Nunes með glæsilegri þrusu framhjá Kepa í markinu.
Sigurmarkið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.