Tottenham og Newcastle með góða sigra

Harry Kane fagnar sigurmarki sínu.
Harry Kane fagnar sigurmarki sínu. AFP/Ben Stansall

Harry Kane tryggði Tottenham gífurlega mikilvægan sigur á Brighton, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Norður-Lundúnum í dag. 

Suður-Kóreumaðurinn Heung Min Son kom Tottenham yfir á 10. mínútu með sínu 100. marki í ensku úrvalsdeildinni, og ekki var það af verri gerðinni. Lewis Dunk jafnaði hinsvegar metin fyrir Brighton á 34. mínútu með skalla. 

Bæði Christian Stellini, þjálfari Tottenham, og Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, voru reknir af velli á 60. mínútu en þeir áttu í orðaskiptum fyrir leik. 

Harry Kane skoraði síðan sigurmark Tottenham á 79. mínútu eftir sendingu frá Ivan Perisic. Tottenham er í fimmta sæti með 53 stig, þremur minna en Manchester United og Newcastle í fjórða. 

Newcastle vann góðan útisigur á Brentford, 2:1. Ivan Toney kom Brentford yfir á 45. mínútu en tvö mörk í seinni hálfleik frá Newcastle þökk sé sjálfsmarki frá David Raya og marki Alexander Isak tryggði gestunum sigurinn. 

Eins og áður kom fram er Newcastle í þriðja sæti með 56 stig en Bretford er í níunda með 43. 

Chelsea tapaði fyrir Wolves, 0:1, í fyrsta leik Frank Lampards sem stjóri liðsins á ný í Wolverhampton í dag. Sigurmark Úlfanna skoraði Matheus Nunes á 31. mínútu. 

Wolves er í 12. sæti með 31 stig en Chelsea er sæti ofar með 39. 

Aston Villa er komið í 6. sæti deildarinnar eftir heimasigur á Nottingham Forest, 2:0, í dag. Mörk Villa skoruðu Bertrand Traoré og Ollie Watkins. Forest er aftur á móti komið í fallsæti, 18., með 27 stig. 

Bournemouth vann mikilvægan útisigur á Leicester, 1:0. Sigurmark Bournemouth skoraði Philip Billing á 40. mínútu. Með sigrinum kom Bournemouth sér úr fallsæti og upp í það 15. með 30 stig en Leicester er í allskyns vandræðum með 25 stig í 19. sæti. 

West Ham vann útisigur á Fulham, 1:0, í Lundúnaslag. Sigurmark West Ham var sjálfsmark Bobby Reid á 23. mínútu. West Ham er í 13. sæti með 30 stig og tvo sigra í röð en Fulham er í tíunda með 39 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert