Átti Salah að fá vítaspyrnu í lokin? (myndskeið)

Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 2:2, á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Liverpool sótti án afláts allan seinni hálfleikinn en Roberto Firmino skoraði jöfnunarmarkið á 87. mínútu. Eftir það fékk Liverpool nokkur færi og féll Mohamed Salah m.a. í tvígang í teignum, þar sem einhverjir Liverpool-menn vildu fá vítaspyrnu.

Atvikin má sjá í spilaranum hér að ofan en dæmi hver fyrir sig.

Leikur Liverpool og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert