Gylfi: Arsenal átti skilð að tapa þessum leik

Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Arsenal byrjaði leikinn betur og komst í tveggja marka forystu en þá tók Liverpool við sér, jafnaði metin og var í raun ótrúlegt að liðið skildi ekki vinna hann.

Mohamed Salah klikkaði m.a. á vítaspyrnu og þá fékk Ibrahima Konaté sannkallað dauðafæri undir lok uppbótartímans.

Þeir Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson ræddu Arsenal liðið í Vellinum í kvöld.

„Þeir allavega stóðu af sér storminn í seinni hálfleik. Það var mikil heppni með þeim líka því þeir áttu eiginlega skilið að tapa þessum leik miðað við hvernig hann þróaðist. Liverpool fékk miklu hættulegri færi og átti að vinna leikinn,“ sagði Gylfi m.a. en þeir ræddu einnig um komandi leiki hjá Arsenal og titilbaráttuna við Manchester City.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.

Leikur Liverpool og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert