Athyglisvert atvik átti sér stað í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag er Constantine Hatzidakis, annar línuvarðanna í leiknum, gaf Andy Robertson olnbogaskot.
Rætt var um atvikið í Vellinum á Síminn Sport í kvöld þar sem þeir Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar.
Gylfi sagðist vera viss um að Hatzidakis færi í bann fyrir atvikið.
„Hann fer í bann held ég. Hann mun ekki dæma fleiri leiki.“
Umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Leikur Liverpool og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.