Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í algjörlega mögnuðum leik.
Mikill hiti var í leiknum og bæði lið fengu fullt af færum. Þegar flautað var til hálfleiks átti sér hins vegar stað undarlegt atvik.
Annar línuvarða leiksins, Constantine Hatzidakis, virtist gefa Andy Robertson olnbogaskot þegar sá síðarnefndi skokkaði framhjá honum. Höggið var ekki þungt en dómarasambandið á Englandi hefur nú þegar gefið út að málið sé til skoðunar hjá sér.
Því má gera ráð fyrir að Hatzidakis verði settur til hliðar og muni ekki fá leiki í deildinni á næstunni, jafnvel það sem eftir er af tímabilinu.