Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í mögnuðum leik á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Arsenal komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus, áður en Mo Salah minnkaði muninn á 42. mínútu.
Salah brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik en Roberto Firmino jafnaði metin á 87. mínútu eftir frábæran undirbúning Trent Alexander-Arnold. Eftir það fékk Liverpool frábær færi til að tryggja sér sigurinn en Aaron Ramsdale kom gestunum til varnar.
Mörkin og öll helstu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Liverpool og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.