Crystal Palace vann stórsigur á Leeds, 5:1, á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Patrick Bamford kom Leeds yfir í fyrri hálfleiknum en Palace svaraði með fimm mörkum. Jordan Ayew skoraði tvívegis og þeir Marc Guehi, Eberechi Eze og Odsonne Edouard eitt mark hver.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Leeds og Crystal Palace var sýndur beint á Síminn Sport.