Crystal Palace vann stórsigur á Leeds, 5:1, á Elland Road í Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Patrick Bamford kom heimamönnum yfir á 21. mínútu en í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Marc Guehi metin fyrir Palace. Staðan var því jöfn í hálfleik en í seinni hálfleik gekk Palace hreinlega frá leiknum.
Gestirnir skoruðu tvö mörk á tveggja mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik en þar voru að verki Jordan Ayew og Eberechi Eze. Bæði mörkin komu eftir undirbúning Michael Olise. Olise átti svo sína þriðju stoðsendingu á 69. mínútu en hann bjó þá til mark fyrir Odsonne Edouard.
Það var svo Ayew sem skoraði sitt annað mark og fimmta mark gestanna á 77. mínútu.
Var þetta annar sigur Palace í röð en liðið hefur litið talsvert betur út síðan Roy Hodgson tók við á nýjan leik. Liðið er nú komið upp í 12. sæti deildarinnar með 33 stig en Leeds er í 16. sæti með 29 stig.