Í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag átti sér stað ótrúlegt atvik.
Annar aðstoðardómara leiksins, Constantine Hatzidakis, gaf þá Andy Robertson, vinstri bakverði Liverpool olnbogaskot þegar sá síðarnefndi vildi eitthvað ræða við hann.
Enska dómarasambandið hefur gefið út að það muni rannsaka málið.
Leikur Liverpool og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.