Jürgen Klopp, stjóri enska knattspyrnuliðsins Liverpool, var sáttur með viðbrögð sinna manna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn toppliði Arsenal í dag, en hefði þó viljað vinna leikinn. Leikum lauk með jafntefli, 2:2.
„Þetta var svolítið týpískur leikur hjá okkur þetta tímabilið, og eiginlega Arsenal líka. Þetta var mjög opið. Þeir skora úr fyrsta færinu sínu og skömmu síðar skora þeir úr sínu öðru færi. Vandamálin okkar voru stór en við gerðum þau enn stærri.
Ég var samt ánægður hvernig við brugðumst við. Í heildina var þetta frábær leikur hjá okkur og ég veit ekki hvernig við unnum hann ekki. Við fengum frábær færi.
Við fengum stig og sýndum góð viðbrögð í mótlæti. Ég er ekkert ósáttur við að gera jafntefli og þetta er frábært stig fyrir Arsenal, því ef þú nærð í jafntefli í svona leikjum ertu í góðum séns á að verða meistari. Það er ekki hægt að vera alltaf uppá sitt besta og þrátt fyrir að þeir hafi verið góðir eru þeir örugglega sammála mér að þeir hefðu getað tapað leiknum, svo ég held að þeir séu mjög sáttir með stigið.“