Tómas: Það er allt brjálað eftir þennan leik

Tottenham vann Brighton, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 

Mörg umdeild atvik voru í leiknum en Brighton-menn voru ekki sáttir við dómarateymið í leiknum. Tvö mörk voru tekin af liðinu og þá vildi það oftar en einu sinni fá vítaspyrnu.

Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson ræddu þessi atvik í Vellinum í kvöld.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að ofan.

Leikur Tottenham og Brighton var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert