Knattspyrnumaðurinn Jeremie Frimpong, leikmaður Bayer Leverkusen vill fara til Manchester United.
Frá þessu greinir hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano en Frimpong er 22 ára hollenskur bakvörður.
Hollendingurinn er búinn að vekja mikinn áhuga meðal Evrópurisa fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Frimpong hefur spilað 27 leiki í deild og skorað átta mörk og lagt önnur sex upp.
Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar en liðið er búið að vera í fantaformi eftir að Spánverjinn Xabi Alonso tók við því.
Barcelona og Bayern München eru einnig sögð hafa áhuga á Frimpong en Manchester United viðist standa best að vígi til að landa Hollendingnum.