Fyrrum knattspyrnumaðurinn og sparkspekingurinn Jamie Carragher vill meina að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, sé mun betri en Serbinn Nemanja Vidic var.
Van Dijk var harðlega gangrýndur fyrir frammistöðu sína í jafntefli liðsins gegn Arsenal, 2:2, en Hollendingurinn er búinn að eiga heldur slakt tímabil miðað við hans getu.
Carragher stendur hinsvegar fast við bakið á van Dijk og sagði hann vera miklu betri en farsæli miðvörður Manchester United á sínum tíma, Nemanja Vidic.
Frá þessu greindi Carragher á Twitter-síðu sinni er hann svaraði tísti aðgangsins Football__Tweet um „hversu fáránlegt væri að bera saman van Dijk við Vidic, John Terry, Vincent Kompany og Rio Ferdinand.“
„Van Dijk er miklu betri en Vidic, sem var topp miðvörður, en hefurðu gleymt frammistöðum hans gegn Torres?
Ferdinand og Terry áttu slök tímabil á sínum ferli eins og allir leikmenn, van Dijk er að eiga slíkt núna.
Enginn miðvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur haft eins mikil áhrif á eitt lið og van Dijk.“
VVD is far better than Vidic, who was a top CB, but have you forgot his performances against Torres?
— Jamie Carragher (@Carra23) April 10, 2023
Rio & JT had poor seasons in their career like all players, VVD is having one now.
No CB in the PL era has ever had VVD’s impact on a team. https://t.co/rZ7vfHRN7d