Sérstaklega var fylgst með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, á hliðarlínunni þegar liðin gerðu 2:2-jafntefli í mögnuðum leik í ensku úrvalsdeildinni á páskadag.
Báðir lifa þeir sig afar vel inn í leiki sinna manna og engin breyting var á því í æsispennandi leik liðanna á Anfield.
Roberto Firmino jafnaði metin fyrir Liverpool þremur mínútum fyrir leikslok og Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, átti nokkrar magnaðar markvörslur undir blálok leiksins.
Skemmtileg viðbrögð Arteta og Klopp við nokkrum af stærstu augnablikum leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan, en Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.