Aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis mun ekki dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni eða bikarkeppninni á meðan enska knattspyrnusambandið rannsakar olnbogaskot hans í andlit Andy Robertson, leikmanns Liverpool.
Í hálfleik í leik Liverpool og Arsenal í úrvalsdeildinni á páskadag gekk Robertson greiðlega að Hatzidakis og virtist eiga eitthvað ótalað við hann. Aðstoðardómarinn brást við með því að gefa Robertson olnbogaskot í hökuna.
Hatzidakis bað Paul Tierney, dómara leiksins, þá um að gefa Robertson gult spjald, sem hann og gerði.
PGMOL, samtök atvinnudómara á Englandi, tilkynntu í gær að á meðan enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið muni Hatzidakis ekki fá úthlutað verkefnum.