Paul Ince rekinn

Paul Ince.
Paul Ince. Reuters

Enska félagið Reading hefur ákveðið að víkja Paul Ince úr starfi knattspyrnustjóra karlaliðsins þegar einungis fimm leikir eru eftir af tímabilinu í ensku B-deildinni.

Liðinu hefur gengið sérlega illa að undanförnu þar sem því hefur ekki tekist að vinna í síðustu átta deildarleikjum sínum.

Í ofanálag ákvað enska deildakeppnin, EFL, fyrir viku síðan að draga sex stig af Reading vegna brota á samþykktri viðskiptaáætlun.

Eftir 1:2-tap fyrir Preston North End í gær er Reading komið niður í 22. sæti B-deildarinnar, sem er síðasta fallsætið í henni.

Ince tók við Reading í febrúar á síðasta ári og var því við stjórnvölinn í rúmt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert