Sér hluti sem aðrir sjá ekki (myndskeið)

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, varð um helgina fljótasti leikmaðurinn í rúmlega 30 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu til þess að ná 100 stoðsendingum.

De Bruyne lagði þá upp eitt mark í 4:1-sigri á botnliði Southampton og stoðsendingar hans því orðnar 100 í 237 deildarleikjum.

Það er engin tilviljun að Belginn magnaði hafi verið fljótastur til þess að gefa 100 stoðsendingar enda leitun að betri sendingamanni í heiminum. Í tilefni þess að De Bruyne náði sinni 100. stoðsendingu tók úrvalsdeildin saman tíu bestu þeirra.

Í spilaranum hér að ofan má sjá töframanninn leika listir sínar með hreint stórkostlegum sendingum sem enduðu með marki, en Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert