Suður-kóreski sóknarmaðurinn Son Heung-Min skoraði um liðna helgi sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla þegar lið hans Tottenham Hotspur bar sigurorð af Brighton & Hove Albion, 2:1.
Af því tilefni tók deildin saman nokkur af glæsilegustu mörkum sem Son hefur skorað á þeim tæplega átta árum sem hann hefur leikið fyrir Tottenham.
Ljóst er að um auðugan garð er að gresja enda mörkin sem Son skorar mjög gjarna gullfalleg.
Í spilaranum hér að ofan má sjá nokkur af glæsimörkum Sons fyrir Tottenham í gegnum tíðina. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.