Dómaranum ekki refsað fyrir olnbogaskotið

Constantine Hatzidakis sleppur við refsingu.
Constantine Hatzidakis sleppur við refsingu. AFP/Paul Ellis

Aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis fær enga refsingu fyrir að gefa Andrew Robertsson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot í hálfleik er Liverpool mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var.

Robertson fór að Hatzidakis í hálfleik og vildi eiga við hann orð, en dómarinn brást illa við og sló til skoska leikmannsins með olnboganum.

Í skýrslu enska knattspyrnusambandsins kemur fram að Hatzidakis hafði beðið Robertson afsökunar eftir atvikið, en hann hefur ávallt haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert