Lisandro Martínez, argentínskur varnarmaður Manchester United, gæti verið lengi frá keppni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Sevilla í kvöld.
Martínez settist í grasið þegar enginn leikmaður var nálægt honum og hélt um hásin. Hafi hásinin slitnað, er ljóst að Martínez verður ekki meira með United á tímabilinu.
Ljóst var að sá argentínski óttaðist það versta, því hann fór grátandi af velli.