Þrjú ensk stórlið vilja heimsmeistarann

Alexis Mac Allister gæti leikið með stærra liði á næstu …
Alexis Mac Allister gæti leikið með stærra liði á næstu leiktíð. AFP/Juan Mabromata

Liverpool, Chelsea og Manchester United hafa öll áhuga á argentínska miðjumanninum Alexis Mac Allister, sem leikur með Brighton.

Mac Allister var í stóru hlutverki með argentínska landsliðinu er liðið varð heimsmeistari í fótbolta í lok síðasta árs.

Leikmaðurinn er samningsbundinn Brighton til ársins 2025, með möguleika á eins árs framlengingu. Að sögn The Guardian hefur hann áhuga á að fara í stærra félag í sumar.

Carlos Mac Allister, faðir leikmannsins, sagði í viðtali við Puroboca að sonurinn myndi að öllum líkindum spila fyrir annað félag á næstu leiktíð.

„Viðræðurnar eru rétt að byrja, en það er mjög líklegt að Alexis verði byrjaður að spila með öðru liði í júní,“ sagði hann við argentínska miðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert