Úrvalsdeildarfélög banna auglýsingar veðmálafyrirtækja

Newcastle United og West Ham United eru bæði með auglýsingar …
Newcastle United og West Ham United eru bæði með auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum framan á keppnistreyjum sínum. AFP/Justin Tallis

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa í sameiningu tekið stóra ákvörðun um að meina veðmálafyrirtækjum að vera aðalstyrktaraðilar félaganna frá og með sumrinu 2026.

Bannið mun einungis ná til auglýsinga framan á keppnistreyjum liðanna en auglýsingar fyrir veðmálafyrirtæki á ermum treyja og LED-auglýsingaskiltum á keppnisvöllum verða áfram leyfðar.

20 félög úrvalsdeildarinnar komu saman á fundi í dag og ákváðu í sameiningu að verða fyrsta íþróttadeildin á Bretlandseyjum sem tekur sjálfviljuga ákvörðun um að reyna að fækka veðmálaauglýsingum.

Félögin munu fá þrjú ár til þess að bregðast við breytingunni þar sem ekkert félag má vera með veðmálaauglýsingu framan á keppnistreyju liðs síns í upphafi tímabilsins 2026/2027.

Sem stendur eru átta af 20 félögum ensku úrvalsdeildarinnar með slíka auglýsingu á keppnistreyjum liða sinna.

Þau eru Bournemouth, Brentford, Everton, Fulham, Leeds United, Newcastle United, Southampton og West Ham United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert