Erling Haaland hefur leikið stórkostlega fyrir Manchester City á tímabilinu þar sem norski sóknarmaðurinn hefur þegar skorað 45 mörk í aðeins 39 leikjum í öllum keppnum.
Samkvæmt þýsku félagaskiptasíðunni Transfermarkt er Haaland nú næstverðmætasti leikmaður heims á eftir franska sóknarmanninum Kylian Mbappé, leikmanni Parísar Saint-Germain.
Haaland er nú metinn á 170 milljónir evra en Mbappé er metinn á 180 milljónir evra.
Ungstirnið Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund og Vinícius Júnior hjá Real Madríd koma næstir á eftir og eru þar töluvert á eftir. Eru þeir báðir metnir á 120 milljónir evra sem stendur.