Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martínez verður ekki meira með Manchester United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Sevilla í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Brotnaði bein í fæti Martínez í gær, en hann fór af velli undir lok leiksins og virtist sárþjáður. Varnarmaðurinn hefur átt mjög gott fyrsta tímabil hjá United og er um áfall að ræða fyrir liðið.
Raphaël Varane, félagi Martínez í miðri vörninni hjá United, verður einnig frá keppni í einhverjar vikur, vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sama leik.
Urðu lokatölur 2:2, þar sem United komst í 2:0 en Sevilla jafnaði með tveimur sjálfsmörkum undir lokin.