Senegalski knattspyrnumaðurinn Kalidou Koulibaly verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leik Chelsea og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var.
Koulibaly varð að fara af velli á 55. mínútu í Madríd og mun hann missa af næstu leikjum Chelsea-liðsins, þar á meðal seinni leiknum við Real á Stamford Bridge í næstu viku.
„Þetta eru meiðsli í læri og hann verður frá í einhverjar vikur, ekki daga. Þetta eru mikil vonbrigði, en á sama tíma tækifæri fyrir einhvern annan,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, á blaðamannafundi í dag.