Erling Haaland skoraði tvívegis og John Stones skoraði glæsimark þegar Manchester City lagði Leicester City að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Stones kom Man. City á bragðið með frábæru skoti á fimmtu mínútu.
Haaland skoraði svo úr vítaspyrnu og loks með snyrtilegri vippu áður en 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Hann er þar með búinn að jafna markamet Mohamed Salah í úrvalsdeildinni, sem eru 32 mörk á einu tímabili.
Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir Leicester í síðari hálfleik en þar við sat.
Mörkin fjögur ásamt helstu færunum úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.