Langþráð mark Costa (myndskeið)

Diego Costa skoraði loks sitt fyrsta mark fyrir Wolverhampton Wanderers þegar liðið vann góðan 2:0-sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Costa hafði ekki skorað eitt einasta mark fyrir Úlfana í 16 deildarleikjum á tímabilinu og þá ekki í tveimur bikarleikjum.

Hann skoraði hins vegar í fyrri hálfleik í dag áður en Hwang Hee-Chan innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.

Mörkin tvö ásamt helstu færum leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert