Markaveisla í Lundúnum (myndskeið)

Nýliðar Bournemouth unnu frækinn 3:2-sigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. Dango Ouattara skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Son Heung-Min kom heimamönnum í Tottenham í forystu áður en Matías Vina jafnaði metin og Dominic Solanke sneri taflinu við fyrir Bournemouth.

Arnaut Danjuma jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok gegn sínum gömlu félögum áður en Ouattara tryggði gestunum dýrmæt þrjú stig eftir laglegan undirbúning Solanke.

Öll mörkin ásamt helstu færunum í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert