Nýliðarnir skoruðu þrjú í Liverpool (myndskeið)

Harrison Reed, Harry Wilson og Daniel James voru á skotskónum þegar nýliðar Fulham unnu góðan útisigur á Everton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Reed kom gestunum yfir á Goodison Park í Liverpool í dag áður en Dwight McNeil jafnaði metin fyrir Everton með laglegu marki.

Í síðari hálfleik komust Wilson og James á blað og tryggðu Fulham þannig sigurinn.

Mörkin fjögur ásamt helstu færunum í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert