Pep: Brighton best í heimi í þessu

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Oli Scarff

Spánverjinn Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði Brighton í hástert á blaðamannafundi fyrir leik Manchester-liðsins og Leicester sem fer fram í dag. 

Manchester City er sex stigum á eftir Arsenal í töflunni en City-menn eiga leik til góða á Lundúnaliðið og munu liðin einnig mætast síðar í þessum mánuði. Vinni City báða þá leiki er liðið að öllum líkindum komið á toppinn.

Leikurinn sem City á inni á Arsenal er gegn Brighton á útivelli. Guardiola er á jafn miklu varðbergi gagnvart þeim leik og leiknum gegn Arsenal.

„Staðreyndin er sú að við erum sex stigum á eftir Arsenal. Það er engin trygging að við vinnum leikinn gegn besta liði í heimi í að byggja upp sóknir frá aftasta manni, Brighton. 

Það er ekkert lið sem er betra í að koma boltanum frá markverðinum og í vítateig andstæðinganna í nútímafótbolta,“ sagði Guardiola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert