Sjóðheitir Palace-menn (myndskeið)

Eberechi Eze skoraði bæði mörk Crystal Palace í sterkum útisigri á Southampton, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Þetta er þriðji sigur Palace-liðsins í röð en nýi stjóri þess Roy Hodgson hefur unnið alla þrjá leikina eftir að hann tók við á ný. 

Mörkin og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert