Antony allt í öllu (myndskeið)

Brasilíski vængmaðurinn Antony skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar lið hans Manchester United vann þægilegan 2:0-sigur á nýliðum Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Antony kom gestunum í Man. United yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann fylgdi eftir skoti Anthony Martial, sem Keylor Navas hafði varið.

Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok lagði hann svo upp annað markið fyrir Diogo Dalot með laglegri sendingu.

Sigurinn var síst of stór þar sem Man. United óð í færum í leiknum.

Mörkin tvö ásamt fjölda færa sem liðið fékk má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert