Arsenal tapaði stigum annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti West Ham. Urðu lokatölur á London-vellinum 2:2. Annan leikinn í röð komst Arsenal í 2:0, en West Ham neitaði að gefast upp.
Arsenal byrjaði með miklum látum, því Gabriel Jesus skoraði á 7. mínútu eftir sendingu frá Ben White og aðeins þremur mínútum síðar bætti Martin Ødegaard við öðru marki með góðu skoti á fjærstönginni.
Eftir markið slökuðu gestirnir á og West Ham minnkaði muninn í 2:1 er Said Benrahma skoraði úr víti á 33. mínútu og þarnnig var staðan í hálfleik.
Bukayo Saka fékk gullið tækifæri til að koma Arsenal aftur tveimur mörkum yfir á 52. mínútu en skaut framhjá úr vítaspyrnu.
Tveimur mínútum síðar jafnaði Jarrow Bowen með glæsilegu skoti úr teignum eftir langa sendingu frá Thilo Kehrer. Gekk liðunum illa að skapa sér færi eftir markið og skiptu því með sér stigunum.
Arsenal er með 74 stig, fjórum stigum meira en Manchester City, sem á leik til góða. West Ham er í 15. sæti með 31 stig.
West Ham | 2:2 | Arsenal | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Martin Ödegaard (Arsenal) fer af velli | ||||
Augnablik — sæki gögn... |