Bað um Jóhann Berg klippingu

Jóhann Berg Guðmundsson á ungan aðdáanda í Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson á ungan aðdáanda í Burnley. Ljósmynd/KSÍ

Ungur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Burnley var viss í sinni sök þegar hann bað um Jóhann Berg Guðmundsson klippingu þegar hann settist í stólinn hjá föður sínum, vinsælum hárgreiðslumanni í Burnley.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði bæði mörk Burnley í 2:0-heimasigri á Sheffield United í ensku B-deildinni í fótbolta á dögunum og var íslenski landsliðsmaðurinn í miklu uppáhaldi hjá drengnum unga vegna þessa.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt innslag af syninum biðja um og fá Jóhann Berg klippinguna sína.  

@simontownley Had a few haircuts to at home today to do and this little man wanted his haircut like JBG.. what you guys think of his new hair #burnleyfc styled using @Matrix ♬ original sound - simontownley
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert