Liverpool skoraði sex á Elland Road (myndskeið)

Liverpool lék á als oddi er liðið heimsótti Leeds á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Skoruðu gestirnir sex mörk og gerðu þeir Diogo Jota og Mo Salah tvö hvor. Darwin Núnez og Cody Gakpo komust einnig á blað, en Luis Sinisterra skoraði mark Leeds.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert