Tómas: Sjaldan séð jafn heitan framherja og Watkins

Í Vellinum á Símanum Sport var rætt um magnaða frammistöðu enska framherjans Ollie Watkins fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á árinu.

Watkins hefur skorað 11 mörk í síðustu 12 deildarleikjum og er alls búinn að skora 14 mörk í deildinni á tímabilinu.

Hann skoraði tvö mörk og lagði upp annað í frábærum 3:0-sigri Villa á Newcastle United á laugardag.

„Maður hefur sjaldan séð jafn heitan framherja,“ sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það er eins þægilegt fyrir leikmenn Villa og það er óþægilegt fyrir andstæðinginn að vera með svona mann fyrir framan sig sem er alltaf að hóta aftur fyrir,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.

Watkins er enda manna duglegastur við að taka hlaup aftur fyrir varnir andstæðinganna eins og þau Tómas Þór, Margrét Lára, og Gylfi Einarsson fara yfir í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert