Leikar farnir að æsast

Nathan Aké fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester City í bikarleik …
Nathan Aké fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester City í bikarleik gegn Arsenal fyrr á árinu. AFP/Oli Scarff

Nú eru leikar farnir að æsast svo um munar í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Fyrir fáeinum vikum virtist Arsenal, sem hefur verið á toppnum nánast allt tímabilið, eiga Englandsmeistaratitilinn vísan en þegar ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru annars vegar er það þó sjaldnast tilfellið.

Enda þótt Arsenal hafi unnið sjö og gert tvö jafntefli í síðustu níu deildarleikjum sínum hefur City einfaldlega gert gott betur og unnið átta og gert eitt jafntefli í síðustu níu deildarleikjum.

Nú munar aðeins fjórum stigum á Arsenal í efsta sæti og City í öðru sæti, auk þess sem City á leik til góða.

Fyrir fram virðast Englandsmeistararnir eiga þægilegra leikjaprógramm fyrir höndum og þá eiga liðin eftir að mætast innbyrðis á Etihad-vellinum í Manchester síðar í mánuðinum.

Sá leikur er hreinlega risavaxinn og ekki ósennilegt að sigurvegari hans komi til með að hampa Englandsmeistaratitlinum í maí.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert