Tíu fallegustu stoðsendingar Alexander-Arnolds (myndskeið)

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, er spyrnu- og sendingamaður góður.

Í gær lagði hann upp tvö mörk í 6:1-sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú gefið 50 stoðsendingar á ferli sínum í deildinni.

Af því tilefni hefur úrvalsdeildin tekið saman tíu bestu stoðsendingar hans í deildinni í gegnum tíðina.

Þær eru einkar snyrtilegar eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert